sudurnes.net
Handteknir á salerni fyrir fatlaða - Local Sudurnes
Lögreglan á Suðurnesjum handtók nýverið meintan fíkniefnasala sem staddur var á dansleik í umdæminu. Það hafði vakið athygli lögreglumanna að þrír karlmenn fóru saman inn á salerni fyrir fatlaða og þegar lögregla hugðist ræða við mennina kastaði einn þeirra pakkningu í ruslafötu. Pakkningin reyndist innihalda meint kókaín. Þá var fengin heimild til að leita í bifreið annars af þremenningunum, sem var grunaður um sölu fíkniefna, og þar reyndist vera allnokkurt magn af meintu kókaíni, lítilræði af meintu MDMA og kannabis, svo og meint stinningarlyf. Maðurinn var handtekinn og færður til skýrslutöku á lögreglustöð. Meira frá SuðurnesjumMiklu magni lyfja stolið úr apóteki – Enn brotist inn í báta í NjarðvíkurhöfnHandtekinn með amfetamín í sokknum og lyf á víð og dreif um heimiliðTekinn á númeralausum bíl undir áhrifum fíkniefnakokteilsMikill áhugi á Græna iðngarðinum í HelguvíkÖlvaður ökumaður í slæmum málumErfitt að umbuna lögreglu vel unnin störf – Hátt hlutfall yfirmanna á SuðurnesjumGrunaður um fíkniefnaakstur með ýmislegt fleira óhreint í pokahorninuFundu fíkniefni á víð og dreif um íbúðarhúsnæðiLögðu hald á 42 kíló af fíkniefnum – “Gerir rúmlega 300 kíló af hörðum fíkniefnum á götum úti”Fundu meint fíkniefni og umtalsverða fjárhæð í reiðufé við húsleit