Nýjast á Local Suðurnes

Keflvíkingar enn taplausir eftir jafntefli gegn KA

Keflavík er eina liðið í Inkasso-deildinni sem enn er taplaust, en liðið hefur unnið tvo leiki og gert þrjú jafntefli, eitt af þeim gerði liðið í dag gegn KA á Akureyri, í stórleik umferðarinnar. Það má segja að þar hafi liðið tapað tveimur stigum í baráttunni, því KA-menn jöfnuðu á lokasekúndum leiksins úr vítaspyrnu.

Guðmundur Magnússon skoraði fyrir Keflvíkinga á 29. mínútu leiksins, en KA-menn jöfnuðu sem fyrr segir á lokamínútunni. Keflvíkingar eru í fjórða sæti deildarinnar eftir fimm leiki með 9 stig.