sudurnes.net
Keflvíkingar enn taplausir eftir jafntefli gegn KA - Local Sudurnes
Keflavík er eina liðið í Inkasso-deildinni sem enn er taplaust, en liðið hefur unnið tvo leiki og gert þrjú jafntefli, eitt af þeim gerði liðið í dag gegn KA á Akureyri, í stórleik umferðarinnar. Það má segja að þar hafi liðið tapað tveimur stigum í baráttunni, því KA-menn jöfnuðu á lokasekúndum leiksins úr vítaspyrnu. Guðmundur Magnússon skoraði fyrir Keflvíkinga á 29. mínútu leiksins, en KA-menn jöfnuðu sem fyrr segir á lokamínútunni. Keflvíkingar eru í fjórða sæti deildarinnar eftir fimm leiki með 9 stig. Meira frá SuðurnesjumÚtivallarhelgi hjá Suðurnesjaliðunum í fótboltanumInkasso-deildin: 10. jafntefli Keflvíkinga – Tap hjá Grindavík í toppslagnumMarkalaust hjá Keflavík og KA – “Lögðum okkur fram og sköpuðum færi”KFR tók Víði í kennslustund í fótbolta – Reynir með sigur á KáraVíðir tekur á móti Fylki í 16-liða úrslitum BorgunarbikarsinsRagnheiður Sara efst fyrir lokadag Dubai Fitness Championship – Myndband!Víðismenn sigruðu og Reynismenn gerðu jafntefliKR-ingar fóru létt með slaka KeflvíkingaReynir Sandgerði á góðri siglingu – Unnu sinn þriðja leik í röðJón Axel valinn í úrvalslið Evrópumóts U20