Nýjast á Local Suðurnes

170 milljónir króna frá Reykjanesbæ í atvinnuátak

Bæjarráð Reykjanesbæjar fagnar úrræði stjórnvalda sem nefnist „Hefjum störf“ og „Ráðningarstyrk“ og lýsir yfir ánægju sinni með að sérstaklega sé horft til þess hóps sem undir það heyrir.

Bæjarráð hélt fagnaðarlátum áfram og fagnaði úrræði stjórnvalda um sumarstörf fyrir námsmenn og lýsir yfir ánægju sinni með þann fjölda starfa sem ráðstafað hefur verið til sveitarfélagsins.

Bæjarráð samþykkir að bjóða ungmennum fæddum árið 2004 til starfa í vinnuskóla Reykjanesbæjar sumarið 2021.

Áætlaður heildarkostnaður Reykjanesbæjar er 170 milljónir króna