Nýjast á Local Suðurnes

Lyftara ekið á hafnarvörð

Það óhapp varð í vikunni að lyftara var ekið á hafnarvörð í Grindavík. Þrjú fiskikör voru á lyftaranum þegar atvikið átti sér stað.

Hafnarvörðurinn féll í jörðina við ákeyrsluna og dróst með honum nokkurn spöl áður en stjórnandi tækisins varð hans var. Sá fyrrnefndi var fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Hann reyndist hafa sloppið betur en á horfðist því hann hlaut mar en ekki frekari meiðsl.