Nýjast á Local Suðurnes

Dæmdir fyrir líkamsárás á Ljósanótt

Fjórir piltar voru dæmdir fyrir líkamsárás á jafnaldra sinn fyrir Héraðsdómi Reykjaness þann 12. febrúar síðastliðinn.

Árásin var framin á Ljósanótt í Reykjanesbæ aðfararnótt 2. September 2017 og þótti, samkvæmt dómnum, bæði einbeitt og unnin af heift.

Árásin átti sér stað fyrir framan söluturninn Ungó við Hafnargötu í Keflavík og náðist á myndbandsupptöku.

Á upptökunni sést  greinilega hvar einn pilturinn veitist að brotaþola með ítrekuðuðum hnefahöggum auk þess sem upptakan sýnir alla fjóra ákærðu ráðast að piltinum með spörkum og hnefahöggum.

Þrír voru dæmdir til skilorðsbundinnar fangelsisvistar í einn mánuð en sá sem átti frumkvæðið fékk tveggja mánaða skilorðsbundna refsingu. Auk þessa voru ákærðu dæmdir til greiðslu bóta, alls sakarkostnaðar og málsvarnarlauna verjenda sinna.