Nýjast á Local Suðurnes

Enginn þingmaður mætti til að hlusta á ræðu Páls Vals um samgönguáætlun

Grindvíkingurinn Páll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar Framtíðar, talaði um samgönguáætlun fyrir alveg tómum þingsal í gær. Það er Grindavík.net sem greinir frá þessu, en í frétt miðilsins er haft eftir Páli að þetta hafi verið notaleg stund.

 „Þetta er ósköp notalegt, en dálítið skrítið,“segir Páll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, sem skeggræddi um samgönguáætlun fyrir tómum þingsal á föstudaginn.

Páll var með fyrstu ræðu um samgönguáætlun eftir hádegi á föstudag og enginn þingmaður var mættur í salinn, en starfsmenn alþingis ásamt forseta þingsins hlustuðu af áhuga á ræðu Páls.