Nýjast á Local Suðurnes

Rafn Markús og Snorri Már þjálfa Njarðvíkinga

Það dugði ekkert minna en keðjuhandaband þegar samningar voru í höfn

Rafn Markús Vilbergsson og Snorri Már Jónsson hafa verið ráðnir næstu þjálfarar meistaraflokks Njarðvíkur í knattspyrnu, en þeir skrifuðu undir tveggja ára saming við félagið. Þeir eru báðir vel þekktir innan félagsins enda heimamenn og leikið og þjálfað hjá knattspyrnudeildinni áður.

Rafn Markús á að baki 179 leiki og skorað 53 mörk með meistaraflokki síðan snemma árs 2005 og samhliða því að leika með meistaraflokki var hann yfirþjálfari yngri flokka. Þá var hann þjálfari meistaraflokks Víðis í Garði í tvö tímabil, en kom aftur sl. vetur og var í leikmannahópi Njarðvíkur á nýafstöðnu keppnistímabili, ásamt því að þjálfa liðið síðasta mánuðinn.

Snorri  Már á að baki alls 172 leiki með meistaraflokki Njarðvíkur síðan 1994 og hefur hann skorað í þeim 24 mörk. Snorri Már hóf þjálfaraferilinn sem þjálfari 2. flokks hjá Njarðvík árið 2009. Snorri Már þjálfaði meistaraflokk Reynis Sandgerði 2011 og meistaraflokk kvenna hjá Keflavík 2012. Nú síðast þjálfaði Snorri Már 2. flokk Hauka í Hafnafirði.