Nýjast á Local Suðurnes

Mikill viðbúnaður við hafnarsvæðið í Keflavík

Lögregla og björgunarsveitir eru þessa stundina með mikinn viðbúnað við Víkurbraut og hafnarsvæðið í Keflavík vegna foks.

Búið er að loka fyrir alla umferð um svæðið og er fólk beðið um að virða lokanir. Mikið er um lausa muni sem fjúka og geta valdið miklum skemmdum á ökutækjum og slasað fólk verði það fyrir fjúkandi hlutum.