Nýjast á Local Suðurnes

Ragnheiður Sara efst fyrir lokagreinina – Sjáðu í hverju verður keppt!

Söru Sigmundsdóttur bíður nú lokagrein Heimsleikana í crossfit en í hverju verður keppt hefur enn ekki verið tilkynnt. Sara er efst í kvennaflokki fyrir lokagreinina 17 stigum fyrir ofan aðra íslenska konu, Katrínu Tönju Davíðsdóttur.

Það er því óhætt að segja að spennan sé í hámarki fyrir lokagreinina sem verður svokallað “Pedal to the metal” en það samanstendur af hinum ýmsu greinum t.d. Ketilbjöllum, róðri og hjólreiðum en lesa má nánar um greinarnar hér.

 

Hægt að fylgjast með í Sporthúsinu

Sporthúsið og Crossfit Suðurnes setja allt í botn á síðasta degi heimsleikana í Crossfit. Opið hús og allir velkomnir.

Auglýsing: Það gerist ekki mikið hollara en þetta!

Við ætlum að opna Sporthúsið og sýna beint frá lokadegi keppninar á breiðtjaldi á heimavelli Ragnheiðar Söru í Crossfit Suðurnes. Sporthúsið og Crossfit Suðurnes hvetja alla til að mæta og búa til magnaða stemningu á þessum síðasta keppnisdegi heimsleikana í Crossfit og hvetja okkar konu til sigurs en áætlað er að Sara hefji keppni um kl.19:30. Segir á Facebooksíðu Crossfit Suðurnes.