Nýjast á Local Suðurnes

Nota nýtt tæki við hraðamælingar við grunnskóla

Mynd: Lögreglan á Suðurnesjum

Á morgun hefst kennsla í grunnskólunum á Suðurnesjum eftir sumarfrí. Samhliða því mun umferð gangandi vegfarenda og bifreiða aukast við skólana og í nágrenni þeirra og þá eru margir að stíga sín fyrstu skref í umferðinni.

Lögreglan á Suðurnesjum brýnir fyrir ökumönnum að fara varlega og virða 30 km hámarkshraða sem þar gildir. Rík ástæða er fyrir því að hámarkshraði er 30 km í skóla- og íbúðahverfum, segir í tilkynningu frá lögreglu.

Lögregla mun fylgjast grannt með umferðinni og hraða ökutækja og nota, meðal annars, nýtt hraðamælingatæki með myndavél til að hafa hendur í hári þeirra sem virða ekki hámarkshraða, eða gerast brotlegir með öðrum hætti.