Nýjast á Local Suðurnes

Fær sjö milljónir króna fyrir að farga kálfi

Bæjarráð Grindavíkur hefur samþykkt að ganga til samninga við Ellert Skúlason ehf. um niðurrif og förgun á kálfi sem stendur við íþróttahúsið í bænum, en fyrirhugað er að reisa nýtt íþróttahús á þeim stað sem kálfurinn stendur nú.

Fjögur fyrirtæki sendu inn tilboð í verkið og hljóðaði tilboð Ellerts Skúlasonar ehf. upp á 7.345.165 krónur, eða um 40% af kostnaðaráætlun Grindavíkurbæjar sem hljóðaði upp á 18.360.002 krónur, en hæsta boð í verkið hljóðaði upp á tæplega 20 milljónir króna.