Nýjast á Local Suðurnes

Átta framboð í Reykjanesbæ – 176 einstaklingar á listum

Alls bárust átta framboð til bæjarstjórnar Reykjanesbæjar og teljast þau öll fullgild. Hvert framboð skartar 22 einstaklingum og það verða því 176 einstaklingar í framboði í Reykjanesbæ. Íbúar Reykjanesbæjar eru18.144 og þar af eru 11.401 á kjörskrá.

Í framboði verða:

Á Frjálst afl
B Framsóknarflokkur
D Sjálfstæðisflokkur
M Miðflokkur
P Píratar
S Samfylking og óháðir
V Vinstri græn og óháðir
Y Bein leið

 

Yfirkjörstjórn Reykjanesbæjar skipa þau Hildur Ellertsdóttir, Jóna Hrefna Bergsteinsdóttir og Kristján Friðjónsson

Með því að smella á þennan tengil má fá nánari upplýsingar um kosningarnar 26. maí nk.