Nýjast á Local Suðurnes

Gagnageymslu- og hugbúnaðarfyrirtæki í þrot – Reksturinn yfirtekinn af Nýsköpunarsjóði

Gagnageymsla Azazo á Ásbrú

Hugbúnaðarfyrirtækið Azazo var tekið til gjaldþrotaskipta þann 3. október síðastliðinn, en fyrirtækið rekur meðal annars Gagnageymsluna á Ásbrú. Félag í eigu Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins (NSA) keypti rekstur fyrirtækisins úr þrotabúinu.

Frá þessu var greint í Fréttablaðinu, en áður hafði verið greint frá því að eignir fyrirtækisins hefðu verið kyrrsettar og það sett í gjörgæslu.

Þá er tekið fram í umfjöllun Fréttablaðsins að helmingur starfsfólks muni missa vinnuna við yfirtöku NSA á rekstri fyrirtækisins, en fasteignir fyrirtækisins hafi hins vegar orðið eftir í þrotabúinu.