Nýjast á Local Suðurnes

Ísak Óli á reynslu til Leeds og Derby

Ísak Óli Ólafsson, 17 ára gamall varnarmaður Keflavíkurliðsins í knattspyrnu mun fara á reynslu til ensku knattspyrnuliðanna Leeds United og Derby County, sem bæði leika í ensku Championship-deildinni.

Ísak Óli var valinn efnilegasti leikmaðurinn í Inkasso-deildinni í sumar í vali fyrirliða og þjálfara og þá á hann einn leik að baki með U19 ára landsliði Íslands og nokkra leiki með U17 ára landsliðinu.