Héldu að kvikuhlaup gæti verið að hefjast
Jarðskjálftahrina hófst á svæðinu þar sem kvikugangar hafa myndast við Sundhnúkagíga í nótt. Hrinan gekk að mestu leyti yfir á milli klukkan hálfþrjú og þrjú og dvínaði síðan hratt eftir það.
Alls voru jarðskjálftarnir tæplega 40 talsins og voru þeir um eða undir einum að stærð. Ekki sáust merki um byrjun á kvikuhlaupi á neinum öðrum mælum sem Veðurstofan notar til að meta upphaf kvikuhlaups og var staðan greind sem svo að annað hvort hefði það ekki haft kraftinn til að koma sér af stað eða að eitthvað annað hefði verið á ferðinni, hefur mbl.is eftir sérfræðingum Veðurstofu Íslands.