Nýjast á Local Suðurnes

Héldu að kvikuhlaup gæti verið að hefjast

Jarðskjálfta­hrina hófst á svæðinu þar sem kviku­gang­ar hafa mynd­ast við Sund­hnúkagíga í nótt. Hrin­an gekk að mestu leyti yfir á milli klukk­an hálfþrjú og þrjú og dvínaði síðan hratt eft­ir það.

Alls voru jarðskjálft­arn­ir tæp­lega 40 tals­ins og voru þeir um eða und­ir ein­um að stærð. Ekki sáust merki um byrj­un á kviku­hlaupi á nein­um öðrum mæl­um sem Veður­stof­an not­ar til að meta upp­haf kviku­hlaups og var staðan greind sem svo að annað hvort hefði það ekki haft kraft­inn til að koma sér af stað eða að eitt­hvað annað hefði verið á ferðinni, hefur mbl.is eftir sérfræðingum Veðurstofu Íslands.