Vilja skaðabætur frá Reykjanesbæ eftir að listaverk var sprengt í loft upp

Fyrirtaka í máli listamannana Hauks Halldórssonar og Sverris Arnar Sigurjónssonar gegn Reykjanesbæ fór fram í gær fyrir Héraðsdómi Reykjaness. Félagarnir hafa stefnt bænum vegna tjóns sem varð á listaverkinu Þrumuguðinn eftir Hauk um áramótin 2011/2012, en verkið var sprengt með heimagerðri sprengju eða flugeldi.
Alls vilja félagarnir að Reykjanesbær greiði fyrirtæki þeirra, Víkingahringnum ehf., rétt rúmar þrjár milljónir króna vegna skemmdarverkanna.
Reykjanesbær hafnar kröfum þeirra Hauks og Sverris, bærinn telur að eigandinn hafi hagnast á staðsetningu verksins þar sem það hafi haft auglýsingagildi. Það skiptir máli þegar kemur að ábyrgð á verkinu, að mati lögmanns Reykjanesbæjar.