Nýjast á Local Suðurnes

Lést eftir að hafa kastað sér úr leigubíl á ferð

Kínverskur karlmaður lést af áverkum sínum eftir að hafa farið út úr leigubifreið á ferð á Austurbraut á Ásbrú í Reykjanesbæ að kvöldi 28. ágúst síðastliðins. Maðurinn var fluttur á Landspítalann í Fossvogi þar sem hann gekkst undir aðgerð. Hann lést þriðja september síðastliðinn á Landspítalanum.

Þetta kemur fram á Vísi.is, en þar er greint frá því að ekki hafi fengist almennileg skýring á því hvers vegna maðurinn kaus að fara úr bílnum á ferð. Búið er að yfirheyra leigubílstjórann og vegfarendur sem komu að manninum eftir að hann hafði skollið í götunni og ekki er talið að lát mannsins hafi borið að með saknæmum hætti.