Tekin með mikið magn lyfja
Ökumaður og farþegi í bifreið sem lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af aðfaranótt sunnudags reyndust vera með mikið magn af lyfseðilsskyldum lyfjum bæði í bifreiðinni og á sér.
Um var að ræða sterk verkjalyf, svefnlyf og róandi lyf. Fólkið var handtekið og fært til skýrslutöku á lögreglustöð. Leikur grunur á að lyfin hafi verið ætluð til sölu og dreifingar en málið er í rannsókn hjá lögreglu.