Nýjast á Local Suðurnes

Eldspúandi á baðfötum í saltgeymslu í leyfisleysi

Lögreglan á Suðurnesjum var nýverið í eftirlitsferð í umdæminu, sem ekki er í frásögur færandi, segir í tilkynningu, nema að þegar lögreglumönnum var litið inn í saltgeymslurnar að Víkurbraut sáu þeir að þar blossaði upp eldur við og við. Þegar málið var kannað nánar sáu þeir nokkra aðila klædda baðfatnadi og einnig ljósmyndara sem var að taka myndir af þeim.  Út úr þeim stóðu eldtungur við og við og kváðust þau vera að spúa eldi. Í ljós kom að viðkomandi voru að taka myndir fyrir fyrirtæki sitt í auglýsingaskyni.

Þeim var sagt að ekki gæti talist eðlilegt að fara inn í byggingar, þótt yfirgefnar væru, til að stunda iðju sem þessa án leyfis. Kváðust þau ætla að afla sér leyfis ef þau teldu sig þurfa að spúa meiri eldi.