Nýjast á Local Suðurnes

Poweradebikarinn: Miserfiðir leikir framundan hjá Suðurnesjaliðunum

Dregið hefur verið í forkeppni neðri deildar liða og 32-liða úrslit karla í Poweradebikarnum 2015-2016. Eingöngu var dregið í karlakeppninni að þessu sinni en konurnar fara beint í 16-liða úrslit og því verður næst dregið í 16-liða úrslit hjá konum og körlum.

Suðurnesjaliðin eiga miserfiða leiki fyrir höndum, Njarðvíkingar mæta Tindastóli, Keflavík mætir KV og Grindvíkingar mæta liði FSu. B- lið Njarðvíkur fær Leikni í heimsókn en b-lið Keflavíkur mætir b-liði KR í forkeppni um laust sæti í 32-liða úrslitunum, liðið sem sigrar þann leik mætir Reyni Sandgerði.

Forkeppni · 2 leikir
KR-b – Keflavík-b
ÍG – Sindri

32-liða úrslitin
KFÍ – Valur
ÍB – Ármann
Njarðvík-b – Leiknir R.
Þór Ak. – KR
Snæfell – Haukar
KR-b eða Keflavík-b – Reynir S.
Skallagrímur – Fjölnir
Stjarnan-b – Haukar-b
Hamar – ÍA
Höttur – ÍR-b
Stjarnan – ÍR
KV – Keflavík
Njarðvík – Tindastóll
Grundarfjörður – Breiðablik
ÍG eða Sindri – Þór Þ.
Grindavík – FSu