Nýjast á Local Suðurnes

Loftmengun gæti farið töluvert yfir heilsuverndarmörk

Sóttvarnalæknir hefur gefið út tilmæli um væntanlega gasdreifingu fyrir föstudaginn 21. júlí 2023. Gasdreifingarspáin gerir ráð fyrir yfir 600 µg/m3 í Vogum, Njarðvík, Keflavík og Sandgerði. Þó ber að hafa í huga að spáin hefur hingað til verið að ofmeta styrkinn við yfirborð.

Hætta er á heilsutjóni vegna loftmengunar frá eldgosum: Leiðbeiningar fyrir almenning er á vef sóttvarnalæknis https://island.is/eldgos

Heilsuverndarmörk fyrir SO2 eru 350 μm/m3 fyrir klukkustundar meðaltal. Sérstaklega viðkvæmir eru börn, einstaklingar með undirliggjandi lungna- eða hjartasjúkdóm og þungaðar konur (vegna fósturs). Sjá töflu í ofannefndu skjali bls. 3. Við ákveðin mörk (600) ættu börn að vera inni (nema til að fara á milli staða ef þörf er á), fólk á að forðast áreynslu utandyra og við enn hærri gildi (2600) er öllu fólki ráðlagt að halda sig innandyra og loka gluggum.

Mikilvægar upplýsingar:

Tafla og leiðbeiningar hjá UST https://loftgaedi.is/

UST myndband um mat á loftgæðum https://www.youtube.com/watch?v=bdZaUzrXlXM

Vöktun um gasmengun og spá https://www.vedur.is/eldfjoll/eldgos-a-reykjanesi/gasmengun/