Nýjast á Local Suðurnes

Stemning á GeoSilcamóti – Hvetja fyrirtæki til að styðja við íþróttafélög

Um liðna helgi var haldið árlegt GeoSilicamót 5. 6. og 7. flokks kvenna í knattspyrnu hér í Reykjanesbæ 6. árið í röð þann 26.-27. febrúar. Var met þátttaka í ár þar sem yfir um 820 keppendur tóku þátt frá 19 félögum víðs vegar á suðvesturhorninu.

Augljóst er að landsmenn taka afléttingu samkomutakmarkana fagnandi, því mikill fjöldi var mættur í Reykjaneshöll til að styðja stelpurnar.

GeoSilicamótið er helsta fjáröflunarleið meistaraflokks kvenna. Var bæði undirbúningur og umsjón mótsins í höndum liðsmanna sem stóðu sig frábærlega. Við erum stolt af stelpunum okkar og teljum að það vera okkar að skylda sem starfandi fyrirtæki á svæðinu að styðja við knattspyrnuiðkun kvenna og vera þannig virkir þátttakendur í heilsueflandi samfélagi. GeoSilica er með þessu móti dyggur stuðningsaðili og bakhjarl meistaraflokks kvenna.

Hvetjum við önnur fyrirtæki sem hafa starfsemi hér á Suðurnesjum að deila sínum stuðningi við heilsueflandi samfélag, segir í tilkynningu.