Fjör hjá Þrótturum á Smábæjarleikunum í Knattspyrnu – Myndir!

Árlega fara fram svokallaðir smábæjarleikar, knattspyrnumót fyrir yngri flokka smærri félaga. Það er Ungmennafélagið Hvöt á Blönduósi sem heldur mótið. Þróttur í Vogum átti fulltrúa á mótinu en um 50-60 manns mættu úr Vogum.
Það fór ekki á milli mála á Blönduósi að Þróttarar eiga efnilegt knattspyrnufólk bæði stelpur og stráka. Fór svo að 6. flokkur kvenna og 7. flokkur karla sigruðu í sínum flokkum.
Við þetta má bæta að 4. flokkur kvenna og 8. flokkur stóðu sig einnig mjög vel. Þjálfarar, fararstjórar, foreldrar og leikmenn eiga hrós skilið fyrir frábæra frammistöðu og vera félagi sínu til mikils sóma þannig eftir var tekið, segir á heimasíðu Þróttar.