sudurnes.net
Fjör hjá Þrótturum á Smábæjarleikunum í Knattspyrnu - Myndir! - Local Sudurnes
Árlega fara fram svokallaðir smábæjarleikar, knattspyrnumót fyrir yngri flokka smærri félaga. Það er Ungmennafélagið Hvöt á Blönduósi sem heldur mótið. Þróttur í Vogum átti fulltrúa á mótinu en um 50-60 manns mættu úr Vogum. Það fór ekki á milli mála á Blönduósi að Þróttarar eiga efnilegt knattspyrnufólk bæði stelpur og stráka. Fór svo að 6. flokkur kvenna og 7. flokkur karla sigruðu í sínum flokkum. Við þetta má bæta að 4. flokkur kvenna og 8. flokkur stóðu sig einnig mjög vel. Þjálfarar, fararstjórar, foreldrar og leikmenn eiga hrós skilið fyrir frábæra frammistöðu og vera félagi sínu til mikils sóma þannig eftir var tekið, segir á heimasíðu Þróttar. Þróttarar fagna! – Mynd: Þróttur Vogum Fjölmargir Þróttarar mættu á Smábæjarleikana – Mynd: Þróttur Vogum Stúkurnar stóðu sig vel – Mynd: Þróttur Vogum Meira frá SuðurnesjumKeflavík endaði veruna í Pepsí-deildinni á sigriEllefu af Suðurnesjum berjast um landsliðssætiGrindvíkingar gefa Abel sektarsjóðinn – Skora á önnur félög að gera hið samaKörfuboltaveisla í Keflavík í vikunni – El-Classico á föstudagMaltbikarhelgin framundan – Allir leikir í beinni á RÚVNjarðvík semur við tvo öfluga leikmennKeflvíkingar einir á toppnum í Dominos-deildinniFótboltinn fer á fullt á ný – Ólík staða SuðurnesjaliðannaÞróttarar töpuðu úrslitaleik 4. deildar eftir spennandi vítaspyrnukeppniBlakdeildin tekur þátt í Heilsu- og forvarnaviku [...]