Nýjast á Local Suðurnes

Hljóðbylgjan fær fljúgandi start

Fréttatímar 4 sinnum á dag í samstarfi við Local Suðurnes

Svæðisútvapsstöðin Hljóðbylgjan hefur nú verið með útsendingar í rúma viku og hefur stöðin fengið góðar viðtökur hjá hlustendum, að sögn forsvarsmanna.

Dagskrá stöðvarinnar er nú óðum að taka á sig mynd og er óhætt að segja að allir hlustendur fái eitthvað við sitt hæfi og má meðal annars nefna einn stærsta vinsældarlista í Gospelgeiranum eða 20 The Countdown Magazine, sem hefur verið í gangi í yfir 36 ár en þessi listi var áður á dagskrá á gamla kanaútvarpinu sem hljómaði um Reykjanesið í mörg ár þegar varnarliðið var á svæðinu. Vinsældarlistinn er spilaður alla sunnudaga frá 14-16 og endurfluttur á fimmtudögum milli kl 18-20.

Áhugaverðir þættir komnir á dagskrá

Þátturinn OPAL sem Hildur Þorsteinsdóttir stjórnar á fimmtudagskvöldum kl. 20:00 er viðtalsþáttur en þar tekur Hildur Suðurnesjafólk í létt spjall.

þátturinn Betri Fjármál er svo á dagskrá stöðvrinnar á mánudagskvöldum kl 20, en þar er við stjórn Haukur Hilmarsson fjármálaráðgjafi og heimamaður sem kennir hlustendum um hvernig á að spara og bæta fjármálin hjá sér.

Áhugasamir Suðurnesjamenn hafa verið duglegir við að hafa samband við Hljóðbylgjuna sem auglýsti eftir þáttastjórnendum fyrir skömmu og má því búast við að enn fleirri skemmtilegir þættir bætist við dagskránna á næstunni.

Fjórir fréttatímar á dag í samstarfi við Local Suðurnes

Hljóðbylgjan og Local Suðurnes hafa hafið samstarf um fréttatíma stöðvarinnar en þeir verða fjórir á dag, kl 9, 13, 17 og 22 og síðan verður samantekt á fréttum vikunnar á dagskrá á sunnudagskvöldum kl 22.

Við hvetjum alla til að hlusta á stöðina og líka við hana á Facebook, en að sögn forsvarsmanna mun Hljóðbylgjan standa fyrir skemmtilegum leikjum á næstunni þar sem fjöldi flottra vinninga verða í boði.