Nýjast á Local Suðurnes

Vonast til að geta dregið stóran hluta uppsagna til baka

Sigþór Kristinn Skúlason, framkvæmdastjóri Airport Associates, segist enn vonast til að geta dregið margar af þeim 237 uppsögnum sem gripið var til í lok nóvember til baka ef samningar nást á milli WOW air og Indigo Partners. Airport Associates er stærsti þjónustuaðili WOW air á Keflavíkurflugvelli.

„Ef samningar nást milli Indigo og WOW komum við til með að geta dregið mjög stóran hluta til baka. Þrátt fyrir leiðinlegu tíðindin í dag eru ellefu vélar áfram í flotanum,“ segir Sigþór Kristinn í viðtali við Vísi.is í gær. Staðan sé skárri en ef allt hefði farið á versta veg og engin vél eftir.