Nýjast á Local Suðurnes

Magnús með tvo Íslandsmeistaratitla í skotfimi

Magnús G. Jensson úr Skotdeild Keflavíkur átti góða helgi í skotfiminni, en hann varð um helgina Íslandsmeistari í loftriffli unglingsdrengja og í loftskammbyssu unglingsdrengja.

Magnús náði í 570,3 stig í loftrifflinum og Elmar T. Sverrisson úr Skotdeild Keflavíkur varð annar með 555,4 stig. Í loftskammbyssukeppninni nældi Magnús í 423 stig.

Þá nældi sveit Skotdeildar Keflavíkur í silfur í liðakeppni, en sveitina skipuðu Theodór Kjartansson, Magnús Guðjón Jensson og Elmar T. Sverrirsson. Þá varð Theodór Kjatansson þriðji í sínum flokki í loftriffli karla.