Nýjast á Local Suðurnes

Sveindís Jane valin í úrtakshóp A landsliðsins

Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandsliðsins í knattspyrnu hefur valið hóp 22ja stúlkna til úrtaksæfinga sem fram fara helgina 25. til 27. nóvember.

Freyr valdi að þessu sinni eingöngu leikmenn sem spila með félagsliðum hér á landi og meðal þeirra eru leikmenn sem leikið hafa með yngri landsliðum Íslands á árinu.

Meðal þeirra ungu stúlkna sem koma inn í hópinn er Keflvíkingurinn Sveindís Jane Jónsdóttir, sem er aðeins 15 ára gömul. Sveindís Jane hefur skorað sjö mörk í níu leikjum með U17 ára landsliðinu þrátt fyrir að vera spila upp fyrir sig. Hún skoraði 27 mörk í 19 leikjum í 1. deild kvenna síðasta sumar þar af 9 mörk í 5 leikjum í úrslitakeppninni.