Nýjast á Local Suðurnes

Sveindís fer í Breiðablik

Markamaskínan Sveindís Jane Jónsdóttir hefur gengið í raðir Breiðabliks. Sveindís sem er 18 ára gömul hefur leikið frábærlega með Keflvíkingum undanfarin ár.

Sveindís fer á láni frá Keflavík og mun leika með Breiðablik á næsta tímabili.

Hún átti frábært tímabil í sumar með Keflavík, skoraði sjö mörk í Pepsi Max-deildinni auk þess að leggja upp fjölmörg til viðbótar.

Keflavík leikur í Inkasso deild kvenna á komandi tímabili. Breiðablik endaði í 2. sæti í Pepsi Max-deildinni í sumar.