Nýjast á Local Suðurnes

Nacho Heras Anglada til Keflavíkur

Knattspyrnudeild Keflavíkur hefur samið við Nacho Heras Anglada til næstu tveggja ára.

Nacho er reynslumikill varnarmaður sem var síðast á mála hjá Leikni. Hann lék 19 leiki í Inkasso deildinni í fyrra og skoraði 3 mörk. Nacho sem er 28 ára gamall ólst upp hjá Atletico Madrid.

Hann gekk til liðs við Víking Ólafsvík og spilaði með þeim í Pepsi deildinni 2017. Hann kemur til liðs við Keflavíkur liðið í febrúar.

Nacho mun vafalítið styrkja ungt Keflavíkur liðið fyrir baráttuna næsta sumar, segir í tilkynningu.