Nýjast á Local Suðurnes

Logi fær fimm ára samning hjá Njarðvík

Unglingaráð körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur hefur endurnýjað ráðningarsamning við Loga Gunnarsson yfirþjálfara félagsins. Skrifað var undir 5 ára samning við Loga sem hefur undanfarin 6 ár sinnt farsælu starfi yfirþjálfara í barna- og unglingastarfi körfuknattleiksdeildar UMFN.

Það eru spennandi tímar framundan í körfunni í Njarðvík með vinnu við stefnumótun á starfi yngri flokka félagsins með það að markmiði að undirbúa fjölgun iðkenda í körfunni með tilkomu á nýju íþróttahúsi við Stapaskóla, segir í tilkynningu, enn fremur segir að stefnt sé að aukinni menntun þjálfara, styrktarþjálfun iðkenda og afreksstarfi.