Nýjast á Local Suðurnes

Lítið um knús og kossa þegar Tenerifefarþegar koma til landsins

Tvær flugvélar eru á leið til landsins frá Tenerife, hvar kórónaveiran greindist í morgun, vél Norwegian er á áætlun um klukkan 21 og vél Icelandair rúmlega klukkustund síðar. Ekki verður gripið til sérstakra ráðstafana vegna þessa.

Aðalvarðstjóri hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra segir í samtali við Vísi að ekki verði gripið til sérstakra ráðstafana á Keflavíkurflugvelli, umfram það að huga að handþvotti og almennu hreinlæti til að forðast smit. Þá segir hann að sú stund sé að renna upp að Íslendingar hætti öllum handaböndum og kossaflensi.