Nýjast á Local Suðurnes

Keflvíkingar semja við erlendan leikmann

Keflvíkingar hafa samið við körfuknattleiksmanninn Callum Lawson um að leika með liðinu út tímabilið. Frá þessu er greint á Karfan.is.

Lawson er breskur og kemur hann hingað til landsins frá Umeå í Svíþjóð þar sem hann lék fyrri hluta þessa tímabils. Áður spilaði Lawson með Arizona Christian í NAIA háskóladeildinni þar sem að hann var talinn einn af betri mönnum liðsins.

Lawson á að baki leiki með U20 ára landslið Breta þar sem hann spilaði með Deane Williams núverandi leikmanni Keflavíkur. Lawson er um tveir metrar á hæð, góður skotmaður duglegur og góður varnarmaður. Ljóst er að Lawson mun auka breidd Keflvíkurliðsins verulega og styrkja liðið fyrir komandi átök seinni hluta keppnistímabilsins.