sudurnes.net
Keflvíkingar semja við erlendan leikmann - Local Sudurnes
Keflvíkingar hafa samið við körfuknattleiksmanninn Callum Lawson um að leika með liðinu út tímabilið. Frá þessu er greint á Karfan.is. Lawson er breskur og kemur hann hingað til landsins frá Umeå í Svíþjóð þar sem hann lék fyrri hluta þessa tímabils. Áður spilaði Lawson með Arizona Christian í NAIA háskóladeildinni þar sem að hann var talinn einn af betri mönnum liðsins. Lawson á að baki leiki með U20 ára landslið Breta þar sem hann spilaði með Deane Williams núverandi leikmanni Keflavíkur. Lawson er um tveir metrar á hæð, góður skotmaður duglegur og góður varnarmaður. Ljóst er að Lawson mun auka breidd Keflvíkurliðsins verulega og styrkja liðið fyrir komandi átök seinni hluta keppnistímabilsins. Meira frá SuðurnesjumKeflavik og Grindavík unnu en tap hjá NjarðvíkAdam Eiður í Þór ÞorlákshöfnEM U20 í körfuknattleik – Suðurnesjamennirnir standa sig velNjarðvíkingar fá bakvörð frá EnglandiNjarðvíkingar semja við ungan bakvörðTveir erlendir leikmenn til NjarðvíkurJón Axel valinn í úrvalslið Evrópumóts U20Njarðvíkingar bæta Chaz í hópinn60 frá Suðurnesjum í yngri landsliðunum í körfuknattleikDavíð Hildiberg er sundmaður Íslands árið 2017