Nova bætir fjarskiptaþjónustu í Höfnum
Fjarskiptafyrirtækið Nova hf. Stefnir á að efla fjarskiptaþjónustu sína í Höfnum og hefur óskað eftir að leigja aðstöðu á hafnarsvæði Reykjaneshafnar undir búnað til þeirra nota.
Stjórn Reykjaneshafnar fór yfir drög að leigusamningi við fyrirtækið á síðasta fundi og fagnar því að geta lagt fyrirhugaðri innviðauppbyggingu í Höfnum lið með leigu á aðstöðu undir fjarskiptabúnað. Stjórn Reykjaneshafnar samþykkti svo fyrirliggjandi drög að leigusamningi.