Nýjast á Local Suðurnes

Grindavík fallið úr Pepsí Max deildinni

Grindvíkingar féllu í dag úr Pepsí Max deildinni í knattspyrnu eftir að hafa gert 2-2 jafntefli gegn Val. Grind­vík­ing­ar voru betra liðið á vellinum í dag, en það dugði ekki að þessu sinni.

Grindavík er þar með þriðja Suðurnesjaliðið sem fellur niður um deild þetta tímabilið, kvennlið Keflavíkur féll úr Pepsí Max deildinni á dögunum og Njarðvíkingar féllu úr Inkasso-deildinni.