Nýjast á Local Suðurnes

Skeggið fékk að fjúka hjá einum vinsælasta snappara landsins – Sjáðu muninn!

Samfélagsmiðlastjarnan Garðar Viðarsson, betur þekktur sem Gæi Iceredneck, kom flestum á óvart í gær þegar kappinn rakaði af sér myndarlegt skegg sem prýtt hefur annars unglegt andlit kappans. Á fésbókarsíðu snapp-stjörnunnar má meðal annars sjá viðbrögð fjölskyldunnar sem greinilega átti ekki von á þessu uppátæki.

Hér fyrir neðan má sjá mynd af kappanum eftir að skeggið fékk að fjúka, en fyrir þá sem vilja sjá viðbrögð fjölskyldunnar er um að gera að bæta Garðari á snapplistann með því að senda beiðni um slíkt á Iceredneck.

Mynd: Skjáskot / Snapchat Iceredneck