Nýjast á Local Suðurnes

Gæi stefnir á ævintýri fyrir framan myndavélina – “Það verður dansað á brúninni”

Einn vinsælasti snappari landsins, Njarðvíkingurinn Garðar Viðarsson, Gæi, stefnir á að setja ansi spennandi þátt í loftið á næstunni. Þátturinn ber nafnið Litla dæmið, sem fylgjendur Gæa á SnapChat ættu að tengja við.

Þátturinn fer í loftið á næstu dögum og verður notast við Facebook við dreifinguna. Garðar sagði í stuttu spjalli við Suðurnes.net að það yrði virkilega dansað á brúninni í þættinum og samkvæmt því ættu viðmælendur þessa þekkta snappara eiga von á frekar óþægilegum spurningum. Garðar sagði einnig að hluti þáttarins yrði tekinn upp í studeoi en að einnig yrði farið í heimsóknir með myndavélina að vopni.

Garðar vildi að öðru leiti ekki tjá sig um efni þáttarins en hvetur fólk til þess að fylgja Studeo Kast, sem sér um framleiðslu þáttanna á Facebook.