Nýjast á Local Suðurnes

Syngja veiruna burt og styrkja Kvennaathvarfið í leiðinni

Mynd: Facebook / Samtök um kvennaathvarf

Suðurnesjamaðurinn Kristján Magnússon er í hópi þeirra sem stofnuðu sönggrúbbuna Syngjum veiruna burtu á Facebook, en hún hefur notið mikilli vinsælda undanfarið og gríðarlegur fjöldi fólks lagt sitt af mörkum í formi söngva, þar af fjöldi Suðurnesjamanna.

Tilgangur síðunnar er að fá fólk til að skemmta sér saman, en einnig var seldur varningur til styrktar Samtökum um kvennaathvarf. Á dögunum var afrakstur af bolasölu hópsins afhentur samtökunum og var andvirðið nýtt til kaupa á leikföngum fyrir þau börn sem búa í húsi samtakanna. Enn er hægt að kaupa boli til styrktar samtökunum á vefsíðunni Pabbaspjall.is.