Nýjar sprungur opnast á gosstað

Tvær eða þrjár nýjar sprungur hafa myndast á gosstöðvunum í Geldingadölum í morgun.
Þetta kemur fram í máli náttúruvársérfræðings á Veðurstofu Íslands, við mbl.is.
Sprungurnar sjást vel í vefmyndavél mbl.is sem er á gossvæðinu, eins og sjá má á meðfylgjandi skjáskoti af vefnum.