Nýjast á Local Suðurnes

Ljósanótt: Gamli bærinn mun iða af lífi og tónlist í kvöld

Menningarfélag Keflavíkur stendur fyrir heimatónleikum í gamla bænum á Ljósanótt þar sem íbúar bjóða fólki heim í tónleikaveislu.

Fjórar hljómsveitir spila í jafnmörgum húsum í gamla bænum í Keflavík föstudaginn 4. september. Hver hljómsveit leikur tvisvar, 40 mínútur í senn. Dagskrá hefst kl. 21:00 og aftur kl. 22:00. Gestir geta því valið amk tvo tónleika eða gengið á milli og fengið brot af öllu.

Eftirtaldir listamenn af Suðurnesjum munu skemmta fólki í kvöld: Æla, Trílogía, Gálan og SíGull

Miðasala fer fram á Tix.is og er miðaverð kr. 1500. Gestir fá armband, gegn kvittun um miðakaup, til að rölta á milli húsa ásamt korti af svæðinu í Duushúsum, menningar- og listamiðstöð Reykjanesbæjar á opnunartíma.

Frekari upplýsingar veitir Sara Dögg Gylfadóttir í síma 699 2604.

Samstarfs- og styrktaraðilar heimatónleikanna eru; Reykjanesbær, Ölgerðin, K. Steinarsson og Kosmos&Kaos.