Nýjast á Local Suðurnes

Skrúðganga og skemmtidagskrá í Reykjanesbæ á sumardaginn fyrsta

Það verður nóg um að vera í Reykjanesbæ á sumardaginn fyrsta. Skátar hefja sumargleðina klukkan 12:30 með skrúðgöngu frá skátaheimilinu til Keflavíkurkirkju þar sem skátamessa hefst klukkan 13:00.

Á milli klukkan 15:00 og 18:00 verða skátarnir síðan með skemmtidagskrá við 88 Húsið þar sem hægt verður að gera margt sér til skemmtunar og kaupa happdrættismiða til styrktar skátunum.

Deginum lýkur í Stapa þar sem tónleikarnir Hljómlist án landamæra hefjast kl. 20:00. Fjöldi þekktra listamanna kemur fram á tónleikunum sem eru samstarfsverkefni Sveitarfélaganna á Suðurnesjum, Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum og Listar án landamæra. Verkefnið er styrkt af Uppbyggingarsjóði Suðurnesja.