Isavia bauð til fagnaðar í tilefni af opnun veitingasvæðis
Svæðið er orðið hið glæsilegasta

Síðastliðinn föstudag var nýtt verslunar- og veitingasvæði í Flugstöð Leifs Eiríkssonar opnað formlega eftir gagngerar endurbætur. Svæðið er orðið hið glæsilegasta með fjölbreyttu úrvali þjónustu. Verslanirnar bjóða stóraukið úrval af fatnaði, gjafavöru, íslenskri hönnun og handverki og veitingasvæðið er mun stærra og fjölbreyttara en áður.
Við opnunina buðu Isavia og rekstraraðilar á svæðinu til fagnaðar þar sem verslanir og veitingastaðir kynntu vörur sínar og buðu upp á fjölbreyttar veitingar. Haldin var glæsileg tískusýning, framleidd af Ingibjörgu Grétu Gísladóttur. Þema sýningarinnar var ferðalög og útivist og sýndar voru vörur úr verslununum í flugstöðinni. Einnig steig hljómsveitin Amabadama á stokk.