Nýjast á Local Suðurnes

Öryrkjar fái ókeypis aðgang

Rekstraraðilar Duus safnahúsa og Rokksafns Íslands hafa lagt til breytingar á samþykktri gjaldskrá fyrir árið 2023. Breytingarnar fela í sér að öryrkjar fái ókeypis aðgang á sýningar í Duus safnahúsum og Rokksafni Íslands.

Menningar- og atvinnuráð Reykjanesbæjar ræddu málið á fundi á dögunum og styðja tillöguna. Á fundinum var ákveðið að vísa henni til bæjarráðs.