Nýjast á Local Suðurnes

Höfnin tekur yfir atvinnumálin

Stjórn Reykjaneshafnar hefur með nýrri skipan í stjórnkerfi Reykjanesbæjar fengið í sína umsjón atvinnumál bæjarins, samkvæmt síðustu fundargerð stjórnarinnar.

Til að marka sýn í atvinnumálum bæjarins til framtíðar er nauðsynlegt setja fram stefnu í þeim málum og mun stjórnin hefja þá vinnu strax í febrúar, segir í fundargerðinni.