Nýjast á Local Suðurnes

Halda málþing og opna sýninguna Verndarsvæði í byggð?

Byggðasafn Reykjanesbæjar býður bæjarbúum að sækja málþing, sunnudaginn 12. nóvember kl. 14 í tengslum við sýningu sem opnar þann 11. nóvember  í Bíósal Duus Safnahúsa og eru allir sem áhuga hafa á viðfangsefninu sem er meðal annars tengt menningarsögulegu mikilvægi svæða í Reykjanesbæ.

Íbúar eru hvattir til að mæta og hlýða á áhugaverð erindi þeim tengd. Með framsögu verða:

  • Karl Steinar Guðnason fyrrverandi alþingismaður
  • Jón Stefán Einarsson arkitekt
  • Guðný Gerður Gunnarsdóttir frá Minjastofnun Íslands
  • Sigrún Ásta Jónsdóttir forstöðumaður Byggðasafns Reykjanesbæjar.Ókeypis aðgangur er á sýninguna og málþingið.