Nýjast á Local Suðurnes

Jankó afþakkar laun hjá Grindavík

Milan Stefán Jankovic, yfirmaður knattspyrnumála hjá Grindavík, hefur ákveðið að þiggja ekki laun hjá félaginu frá 15. mars til 15. apríl vegna kórónuveirunnar.

Æfingar liggja niðri hjá félaginu líkt og hjá öðrum þessa dagana og Jankó ætlar ekki að þiggja laun á meðan, segir á Facebook-síðu knattspyrnudeildarinnar.