Nýjast á Local Suðurnes

Play boðar umsækjendur um störf flugliða í viðtöl

Lággjaldaflugfélagið Play Hefur boðað umsækjendur um störf flugliða í viðtöl, en félagið auglýsti störfin í nóvember síðastliðnum eða sama dag og tilkynnt var um stofnun flugfélagsins.

Samkvæmt fréttum í nóvember höfðu um 2000 manns sótt um störf hjá lággjaldaflugfélaginu viku eftir að þau voru auglýst.

Félagið er þó ekki komið með flugrekstrarleyfi samkvæmt frétt á vef Stundarinnar. Í fréttinni kemur einnig fram að forsvarsmenn flugfélagsins hafi ekki viljað gefa upp hvernig fjármögnun félagsins gengi.