Nýjast á Local Suðurnes

Tökur á True detective halda áfram – Þessum götum verður lokað í vikunni!

Tökur á fjórðu sjónvarpsþáttaröð lögregluþáttanna True Detective halda áfram í Reykjanesbæ í vikunni og verður eitthvað um lokanir á götum vegna þessa.

Sunnubraut í Keflavík og Brekkustíg og Þórustíg í Njarðvík verður þannig tímabundið lokað fyrir umferð eins og sjá má hér fyrir neðan:

  • Sunnubraut
    6. og 7. desember, frá Skólavegi að Sunnubraut 12.
  • Brekkustígur
    8. og 9. desember, frá Hafnarbraut að Brekkustíg 15.
  • Þórustígur
    8. og 9. desember, frá Brekkustíg að Þórustíg 24.